BBQ kjúllaborgari slowcooker

BBQ kjúllaborgari slowcooker

Þessi er svo vandræðalega einfaldur að hann telst varla sem uppskrift. Eina sem þarf til er slowcooker, kjúllabringur og bbq sósa. Hægt er að skutla þessu í pottinn og leyfa réttinum að eldast á meðan farið er til vinnu en þá þarf að passa að stilla pottinn á low.

3-4 kjúklingabringur

1/2 flaska uppáhalds BBQ sósan (Sweet baby Ray)

Hamborgarabrauð

Hrásalat

Hluti sósunnar er settur í botninn á slowcooker pottinum, bringurnar lagðar ofaní og restinni af sósunni sett yfir. Stilla á Low og leyfa bringunum að eldast í 6-8 klst eða á high í 4-6 klst.

Veiða bringurnar upp úr pottinum, tæta í sundur með gaffli og setja aftur í BBQ sósuna í slowcooker pottinum. Leyfa kjúklingnum að vera í sósunni í 15-30 mín áður en borið er fram.

Þetta er borið fram á hamborgarabrauði eða tortilla vefjum með hrásalati og öðru grænmeti sem fólki finnst passa með borgaranum.