Engiferkökur

Engiferkökur
(2)

250 g hveiti

250 g púðursykur

125 g smjör

1 egg

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk natron

1 tsk engifer

1/2 tsk negull

1/2 tsk kanill

Blandið vel saman öllum hráefnum.

Deigið er hnoðað í litlar kúlur og þær settar á bökunarpappír.

Bakað við 180- 200°c í 8 mín.

Passið að þessar bakist ekki of lengi því þær geta orðið harðar. Þær eru mjög linar þegar þær eru ný komnar út ofninum. Leyfið kökunum að kólna á bökunarplötunni í 2-3 minútur áður en þær eru settar yfir á kæligrind.

Athugasemdir

  • 11/10/2018 11:00:26 AM

    Gréta Friðriksdóttir

    þessar hef ég bakað í um 50 ár og eru vinsælar

  • 12/5/2020 12:26:10 AM

    Emilia Birna

    Namm mitt uppáhald!