Glútenlaust focaccia brauð

Glútenlaust focaccia brauð

1 tsk þurrger

1 tsk sykur

180 ml volgt vatn

240 g GF hveiti

1 tsk xanthan gum

1 tsk salt

3 msk olía

3 msk aquafaba (vatn úr kjúklingabaunum í dós)

¼ tsk matarsódi

2 tsk edik

Ólífur eða ítöls kryddblanda, salt og olía á toppinn

Byrja á að blanda saman þurrgeri, vatni og sykri og leyfa því að standa og freyða í nokkrar mínútur.

Á meðan er hægt að taka saman hin hráefnin. Blanda saman hveiti, xanthan gum og salti og bæta út í olíu og aquafaba. Þeyta saman með rafmagnsþeytara og blanda síðan gerblöndunni út í.

Í annarri skál á að blanda saman ediki og matarsóda og blanda því varlega saman við deigið.

Setja deigið í smurt form og leyfið því að lyfta sér áður en það er bakað. Setjið smávegis olíu og salt ásamt ólífum eða kryddi yfir deigið og bakið í 30 mínútur eða þar til brauðið hefur tekið fallegan lit.