Hægeldað eplasmjör

Hægeldað eplasmjör
(1)

Þetta er skemmtilegt tilbreyting ofaná brauð. Mér finnst vera ákveðin jóla stemning við kryddin í þessu en ristuð brauðsneið með kotasælu og þessu eplasmjöri ofaná er svakalega góð samsetning að mínu mati. Þetta virkar líka sem íssósa en þá er gott að hita aðeins eplasmjörið.

6-7 pink lady eða gala epli

3 msk púðursykur

1 tsk kanill

1/8 tsk allspice

1/8 tsk negull

1 tsk vanilludropar

salt af hnífsoddi

smá klipa kardimommur (má sleppa)

Flysja, kjarnhreinsa og skera eplin í bita og setja botninn á slow cooker. Dreifa kryddum yfir eplin og hræra öllu saman.

Stilla pottinn á high í 4 klst eða 8-10 klst á low. Einungis þarf að hræra einu sinni í pottinum þegar tíminn er hálfnaður.

Maukið eplin og setjið aftur í slow cooker og leyfið nú eplamaukinu að sjóða í opnum potti í 1-2 klst í viðbót eða þar til áferðin er eins og þið viljið.

Bætið loks vanillu og salti í lokin og ef vantar upp á sætu má bæta við hlynsírópi.

Setjið á krukkur og geymið í kæli.

Geymist í mánuð í kæli.