Hnetusmjörs cheerios bitar

Hnetusmjörs cheerios bitar

150 g golden síróp

200 g hnetusmjör

30 g smjör

30 g púðursykur

1 tsk vanilludropar

100 g cheerios

Byrjið á að hita saman í potti smjör, síróp og púðursykur. Þegar púðursykurinn er farinn að bráðna má bæta við hnetusmjörinu ásamt vanilludropunum út í pottinn og hræra vel saman.

Þegar blandan er farin að krauma á að taka pottinn af hitanum og hella cheerios hringjunum út í blönduna. Hrærið vel til að ná að hjúpa mogunkornið vel í blöndunni.

Hellið blöndunni þvínæst yfir í bökunarklætt form og þjappið vel í formið til að fá þétta köku. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er skorin í bita.

Geymið í loftþéttu boxi. Bitana má einnig frysta.