Kjúklinga kínóa salat

Kjúklinga kínóa salat

2 kjúklingabringur

1 hvítlaukslauf, rifið

oregano, salt og pipar

1/4 bolli þurrt kínóa (50 g)

nokkrar svartar ólífur, skornar

gúrka, smátt skorinn

tómatar skornir smátt

safinn úr hálfri sítrónu

2 msk fetaostur í kryddolíu

Bringurnar skornar í tvennt, í þunnar steikur. Kjúklingurinn er kryddaður með salti, pipar og oregano og síðan grillaður. Hvítlauknum er smurt á bringurnar á meðan verið er að grilla þær (hann getur brunnið ef hann er settur of snemma).

Kínóa er skolað og sett í pott ásamt 1/2 bolla af vatni. Hitað að suðu, lækkað undir og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur.

Grænmetið er skorið smátt ásamt ólífunum. Kínóað er látið kólna áður en það er sett út á salatið ásamt grilluðum kjúkling. Safinn úr sítrónunni er kreistur yfir salatið og fetaosturinn settur yfir í lokin.