Kjúklingasósa
1 teningur kjúklingakraftur
1 teningur nautakraftur
550 ml vatn
4 msk smjör
4 msk hveiti
1/2 tsk laukduft
salt og svartur pipar eftir smekk
sósulitur
Byrjið á að gera hveitibollu með því að bræða smjör í potti og elda hveiti í 1 mínútu. Vatninu er bætt við smátt og smátt og hrært rösklega til að fá kekkjalausa sósu.
Myljið nauta og kjúklingateninga út í sósuna. Kryddið til með laukdufti og smakkið til með salti og pipar.
Endið á að setja örlítið af sósulit út í sósuna.