Kókos- og kirsuberjakökur

Kókos- og kirsuberjakökur

40 g smjör

60 g sykur

1 egg

1/2 tsk matarsódi

salt á hnífsoddi

1/2 tsk vanilludropar

30 g kókosmjöl

30 g kókoshveiti

100 g hveiti

Þeytið vel saman smjör og sykur. Bætið egginu út í og þeytið þar til létt og ljóst.

Setjið vanilludropa ásamt þurrefnum saman við og hrærið saman með sleif.

Mótið litlar kúlur úr deiginu, setjið kúlurnar á bökunarpappír og þrýstið með fingri á miðju kúlunnar til að fletja hverja köku aðeins nður. Setjið hálft kokteilber á hverja köku.

Bakið við 200°c í 5-8 mínútur eða þar til kökurnar eru farnar að taka örlítinn lit í kantana.

Eftir að kökurnar hafa kólnað má gera þykkan glassúr úr 3 msk af flórsykri og örlitlu vatni. Dreifið glassúr yfir kökurnar.