Konunglegt kjúklingasalat

Konunglegt kjúklingasalat

Þetta salat var upphaflega gert fyrir krýningu Elísabetar drottningar 1953 en hefur verið vinsælt lengi sem fylling í samlokur.

1 stk elduð kjúklingabringa

80 g majones

40 g sýrður rjómi

2 tsk milt karríduft

30 g mango chutney

1 kúfuð msk ljósar rúsínur (sultanas)

1/2 msk saxaðar apríkósur

2 tsk möndluflögur

lítill vorlaukur, fínt sneiddur

Byrjið á að blanda saman majónesi, sýrðum rjóma, karrí dufti og mangó chutney.

Skerið kjúklingabringuna í litla bita og hrærið saman við sósuna ásamt vorlauk, apríkósum, rúsínum og möndluflögum.

Salatið geymist í kæli í 2-3 daga.

Frábært í samlokur ásamt sneiddu jöklasalati og þunnum gúrkusneiðum.