Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff

Grænmetisbuff eru skemmtileg tilbreyting frá kjötinu. Þessi kúrbítsbuff eru mild á bragðið með örlitlum sítruskeim.

1 meðalstór kúrbítur

1 dl maísbaunir

2 soðnar kartöflur

2 sneiddir vorlaukar

1/4 tsk hvítlauksduft

1 msk hveiti

salt og pipar

örlítil olía

sósa:

100 g sýrður rjómi

1 hvítlaukslauf, rifið

börkur af 1 sítrónu

1 msk sítrónusafi

salt og pipar

Rífið kúrbítinn og stráið örlitlu salti yfir. Leyfið þessu að standa í 15 mínútur og kreistið síðan safann vel úr kúrbítnum.

Flysjið kartöflurnar og rífið kartöfluna út í kúrbítinn. Bætið við maísbaunum, sneiddum vorlauk og rifnum hvítlauk. Hrærið vel saman og stráið síðan hveiti yfir. Kryddið til með salti og pipar.

Með olíubornum höndum mótið buff og setjið á bökunarpappír. Bakið í forhituðum air fryer við 180°c í 8 mínútur. Snúið buffunum við og steikið áfram í 6 mínútur.

Berið fram með sósunni