Lasagna súpa

Lasagna súpa

300 g nautahakk

smávegis olía til steikingar

1/2 laukur, smátt saxaður

3 hvítlaukslauf, rifin

1 ferna passata

1,5 l vatn

2 teningar nautakraftur

1 teningur kjúklingakraftur

1 tsk basil

1 tsk oregano

1/2 tsk steinselja

1/2 tsk pizzakrydd

3 lárviðarlauf

svartur pipar

100 g þurrar lasagnaplötur

Bera fram með rifnum mozzarella og fersku basil

Byrjið á að brúna hakkið í potti.

Bæta lauk og hvítlauk út í pottinn og steikja þar til laukurinn er glær.

Bæta passata, vatni, kryddum og krafti út í pottinn og leyfa að sjóða við vægan hita í 20 mín.

Brjóta lasagnaplöturna út í súpuna og sjóða í 20 mín til viðbótar eða þar til plöturnar eru mjúkar.

Veiða lárviðarlaufin upp úr pottinum og bera súpuna fram með rifnum mozzarella og ferskum basil sem skorið hefur verið í strimla.