Sítrónukaka fyrir Etnu

Sítrónukaka fyrir Etnu
(1)

Litla Etnan mín er með mjólkurofnæmi en hún kann samt svo sannarlega að meta góðar kökur. Ég hugsa að orðið kaka sé það skýrasta orðið sem hún kann að segja þessa dagana (fyrir utan orðið mamma að sjálfsögðu ).

Þessi uppskrift er mjólkur og eggjalaus.

230 g hveiti

230 g sykur

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu

1 tsk edik

1 tsk vanilludropar

1 tsk sítrónudropar

75 ml grænmetisolía

240 ml vatn

Bakist við 175°c í 35 mínútur.

Gott að setja vanillukrem ofaná sem er úr 50 g smjörlíki , 250 g flórsykri,1 tsk vanilludropum og smá vatni.