Súkkulaðikaka án mjólkur og eggja

Súkkulaðikaka án mjólkur og eggja
(3)

Þessi kaka er ábyggilega besta mjólkur- og eggjalausa súkkulaðikakan sem ég hef prófað og þær eru orðnar ansi margar.

3 bollar hveiti

6 msk bökunarkakó

2 bollar sykur

1 tsk salt

2 tsk matarsódi 172

2 tsk borðedik eða hvítvínsedik

2 tsk vanilludropar

1,5 dl olía

2 bollar vatn

Blanda þurrefnunum saman og hræra síðan blautu samanvið. Setja í 2 smurð hringlaga form eða skúffukökuform.

Ath: Það má alls ekki sleppa edikinu, því það hjálpar til við lyftingu í kökuna sem fengist annars úr eggjunum.

Hún kemur alveg jafn vel út sem skúffukaka fyrir barnaafmælið eða tveggja hæða úr hringformi:

Þegar bakað er fyrir ofnæmispésa þarf að ganga úr skugga um að kakóið innihaldi ekki ofnæmisvald eins og mjólkurduft og svo verður að nota smjörlíki eða græmetisolíu til að smyrja formin með. Einnig hef ég notað pam sprey til að smyrja með.

Kakan er bökuð við 175 °c í 35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er á kökuna. Kremið er sétt á kökuna eftir að hún hefur kólnað.

Krem:

100 g smjörlíki

200-300 g flórsykri

1-2 msk kakó

1-3 msk vatn eða möndlumjólk

Þeytt saman, vatnið er notað til að þynna kremið þar til réttri áferð er náð.

Í mjólkurlaust krem er eingöngu notað smjörlíki (ég nota Ljóma) og vatn til að þynna kremið auk vanilludropa, flórsykurs og bökunarkakós.

Athugasemdir

  • 2/8/2019 9:04:53 PM

    Bryndís

    Mikið lifandi skelfing er gott að geta flett upp á svona síðu þegar gera skal góða köku handa ofnæmispésum.  Nú skelli ég í köku. Takk kærlega

  • 5/15/2019 1:53:47 PM

    Anna Árdís Helgadóttir

    Mjög góð kaka, gefur venjulegri skúffuköku ekkert eftir, takk fyrir

  • 10/30/2020 6:50:17 PM

    Sjöfn

    Frábær uppskrift. Þúsund þakkir fyrir þessa góðu súkkulaðiköku!

  • 5/8/2023 6:37:10 PM

    Arndís Anna

    Sæl

  • 5/8/2023 6:40:09 PM

    [Nafnlaust]

    Er hægt að nota egg í stað ediks (vantar uppskrift sem er mjólkurlaus en má borða egg). Og hvað á að nota þá mörg egg í staðinn ?

  • 5/21/2023 12:12:30 AM

    Erla Steinunn

    Sæl Arndís Anna Ég hef ekki prófað að setja egg í þessa uppskrift en ef þú prófar það þarftu ábyggilega 2 egg og minnka vökvann á móti um  hálfan bolla.

  • 3/5/2024 4:00:55 PM

    Elín

    Virkilega góð kaka svipuð betty crocker 😊