Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

125 ml vatn

50 g smjör

75 g hveiti, sigtað

2 egg

Byrjið á að forhita ofninn í 200°c.

Sigtið hveitið í skál.

Hitið saman vatn og smjör í potti til að bræða smjörið.

Sláið eggin vel í sundur með gaffli (í annarri skál).

Þegar suðan kemur upp má taka pottinn af hitanum og setja hveitið út í pottinn. Hrærið saman með sleif þar til kekkjalaust og deigið fer að sleppa könutunum á pottinum. Setjið eggið saman við í smáum skömmtum og hrærið vel í á milli.

Setjið deigið á bökunarpappír með skeið eða sprautið í toppa með sprautupoka.

Bakið í 10 mínútur og hækkið síðan hitann upp í 220°c og bakið í 15 mínútur til viðbótar.

Ekki opna ofninn fyrr en bollurnar eru gullbrúnar, annars er hætt við að þær falli.

Eftir baksturinn er hægt að bræða súkkulaði og setja ofaná bollurnar og setja sultu og rjóma á milli.