Aðventukökur

Aðventukökur
(2)

300 g hveiti

250 smjörlíki

150 g sykur

1 eggjarauða, geymið hvítuna

1/2 tsk matarsódi

Toppur:

slegin eggjahvíta

perlusykur

hakkaðar möndlur

Blandið saman hveiti, smjörlíki, sykri, eggjarauðu og matarsóda. Hnoðið vel saman og rúllið deiginu upp í lengju. Gott að nota bökunarpappír til að pakka rúllunni inn. Deigrúllan er geymd yfir nótt í kæliskáp.

Fyrir bakstur er rúllan skorin í þunnar sneiðar. Eggjahvítan er slegin vel saman og pensluð ofaná hverja köku ásamt söxuðum möndlum og sykri.

Bakað við 180°c þar til kantarnir taka lit (um 10 mínútur).