Ananas frómas

Ananas frómas

Þessi uppskrift er fengin frá henni Njálu sem gerir besta frómas sem ég hef smakkað:

10 blöð matarlím, lögð í bleyti

500 ml rjómi, þeyttur

3 egg

120 g sykur

Þeytt vel saman

1/2 dós ananas, bara safinn auk safans úr hálfri sítrónu.

Bræða matarlímið í vatnsbaði og kæla hægt með ananassafanum (1 tsk í einu).

Matarlímsblöndunni er bætt varlega saman við eggjahræruna og að lokum er þeytta rjómanum hrært varlega saman við blönduna með sleikju.

Kæla í a.m.k. 2 klst.