Graskerssúpa

Graskerssúpa

1 kg butternut grasker, skorið í litla bita

1 stór laukur

2 græn epli

2 stórar gulrætur

2 msk púðursykur

1 tsk salt

1 tsk svartur pipar

1 msk karrí

2 lárviðarlauf

1/4 tsk kanill

1 msk hakkaður hvítlaukur

1 msk hakkaður engifer

500 ml grænmetis eða kjúlla soð

200 ml kókosmjólk

Öll innihaldsefni eru sett í pott og hitað að suðu. Súpan er soðin í 30 mínútur við miðlungs hita.

Einnig er hægt að sjóða súpuna í slowcooker en þá er það gert á high í 4 klst eða á low í 8 klst.

Að suðu lokinni á að veiða lárviðarlaufin upp úr pottinum og maukið súpuna í matvinnsluvél eða með töfrasprota.