Bláberjamuffins

Bláberjamuffins
(1)

300 g hveiti

2 tsk lyftiduft

3/4 tsk salt

115 g mjúkt smjörlíki

150 g sykur

2 egg

120 ml mjólk

3/4 tsk vanilludropar

1/4 tsk möndludropar

1-2 dl bláber

Þeyta saman smjörlíki og sykur. Bæta við eggjum og þeyta aðeins áfram. Setja mjólk og bragðdropa og þeyta örstutt áfram. Blanda í annarri skál saman þurrefnum og bæta síðan saman við smjörblönduna með sleif. Setja bláberin að lokum varlega saman við deigið og setja í muffinsform með pappísformum.

Þessi uppskrift passar í 12 muffins kökur.

Bkaið við 175°c í 30 mín.

Leyfið kökunum að standa í forminu í 10 mín áður en þær er færðar yfir á bökunargrind til að kólna alveg.