Brauðbollur með tandoori masala

Brauðbollur með tandoori masala
(1)

1 poki þurrger

1-2 tsk sykur

2 dl. volg mjólk

400 gr. hveiti

1 tsk. salt

2 tsk lyftiduft

4 msk. olía

1 dós hreint lífrænt jógúrt 170g

1 msk. Tandoori masala krydd

1 msk. maldon salt

30 gr. smjör

2 hvítlauksrif, smátt söxuð

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mínútur.

Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrti saman við.

Látið hefast í klukkutíma við stofuhita.

Blandið kryddinu og Maldon saltinu saman í skál. Skiptið deiginu í 10-12 litla hluta. Setjið hvern hlut ofan í kryddblönduna (ég set bæði ofan á og neðan á hverja bollu). Setjið á bökunarpappír og bakið í 6-8 mínútur við 200°c.

Bræðið smjörið og látið hvítlaukinn mýkjast í því. Penslið svo vel af þessari blöndu strax yfir brauðin þegar þau koma úr ofninum.