Brownie smákökur
100 g hveiti
salt á hnífsoddi
1/2 tsk lyftiduft
200 g saxað súkkulaði
40 g smjörlíki
50 g sykur
50 g púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
150 g súkkulaðidropar
Bræða súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði.
Blandið saman við þurrefnum og eggjum.
Endið á því að setja súkkulaðidropana út í deigið.
Deigið er frekar blautt en það þykknar aðeins og verður auðveldara viðureignar ef það fær að standa í 10-15 mínútur áður en það er sett á bökunarplötuna.
Deigið er sett á bökunarpappír með teskeiðum.
Bakið smákökurnar við 180°c í 10 mínútur. Leyfið kökunum að kólna á kæligrind.