Brún lagterta
150 g smjörlíki
250 g sykur
2 egg
400 g hveiti
2 tsk kanill, sléttfullar
1,5 tsk natron
1 msk kakó
2 tsk negull
2,5 dl mjólk
Byrja á að þeyta vel saman smjörlíki og sykur, svo hinum innihaldsefnum bætt við.
Skipta deiginu í tvennt og setja á plötur með bökunarpappír.
Baka við 175° í 15-18 mínútur.
Smjörkrem
500 g flórsykur
200 gr smjör
1 egg
1-2 tsk vanilludropar
mjólk ef þarf til að þynna en passa að kremið verði ekki of þunnt
Botnarnir eru látnir kólna og hvor um sig skornir í tvennt endilangt.
Setja saman lögin með kreminu á milli: Byrja á kökubotni smyrja þriðjungi kemsins á botninn og endurtaka. Enda á köku efst. Kæla í ísskáp áður en kakan er skorin í bita.