Buffalo kjúklingachili mac

Buffalo kjúklingachili mac
(2)

nokkur sprey ólífuolía

500 g kjúklingabringur

1 stór gulrót söxuð smátt

1 stór laukur saxaður smátt

2 rif sellerí söxuð smátt

3 rif hvítlaukur fínsöxuð

1/2 msk reykt paprika

1 lárviðarlauf

salt og pipar eftir smekk

2,5 dl kjúklingasoð (vatn og 1 teningur)

1/4- 1/2 dl Franks hot sauce

1/2 dós hakkaðir tómatar (200 g)

250 g smátt macaroni (ósoðið)

1 dl rifinn ostur

1 vorlaukur sneiddur smátt og dreift yfir áður en borið er fram

Steikja kjúkling og bæta við gulrót, lauk, hvítlauk, sellerí, papriku, lárviðarlaufi, salti og pipar.

Mýkja grænmetið og bæta síðan við kjúklingasoði ásamt hot sauce og tómötum. Láta sjóða við vægan hita í 10 mínútur.

Sjóða pasta eftir leiðbeiningum á pakka og kveikja á grillinu í ofninum. Sigta vatnið frá pastanu og setja í stórt ofnfat. Blanda kjúklingachili saman við pastað og dreifa ostinum yfir. Brúna ostinn undir grillinu (2-3 mín) og dreifa vorlauk yfir áður en borið er fram.