Dry rub fyrir grísarif

Dry rub fyrir grísarif
(1)

Þessi kryddblanda hentar einstaklega vel fyrir grísarifin sem elda á í smoker.

Ef blönduna á að nota við hærri hita, t.d. á grilli, er betra að hafa lítið sem ekkert af sykri í byrjun til að koma í veg fyrir að blandan brenni.

í eldun í smoker eru rifin elduð við lágan hita í 6-8 klukkustundir og gott er að úða rifin með eplasafa reglulega á meðan þau eru elduð.

2 msk salt

1/4 bolli sykur

1/4 bolli púðursykur

2 msk malaður svartur pipar

2 msk malaður hvítur pipar

2 msk laukduft

1 msk hvítlauksduft

1/4 bolli paprika

1/2 tsk chili

1 msk malað cumin

Blandið öllum kryddunum saman.

Geymist vel í allt að 3 ár í vel lokuðu íláti.