Dukkah

Dukkah
(1)

Þetta er ótrúlega gott með nýbökuðu brauði sem maður dýfir í góða ólífuolíu og síðan í kyddblönduna.

Svo er einnig tilvalið að strá smávegis dukkah yfir salat.

1 bolli pistasíur eða aðrar hnetur (um 100 g)

2 msk cumin

3 msk sesamfræ

4 msk kóríander

3 msk sykur

1 msk salt

1 tsk piparkorn

Rista hnetur og fræ og mauka gróft í matvinnsluvél eða í mortéli. Setja sykurinn í blönduna eftir að allt hefur kólnað. Geymt í loftþéttu boxi.

Úr þessu fékk ég 30 matskeiðar eftir mölun.