Eggjalaus marengs (vegan)

Eggjalaus marengs (vegan)

Eggjalaus Marengs? Ekkert mál!

Það er hægt að búa til marengs með sykri og aquafaba sem er safinn af kjúklingabaunum úr niðursuðudós.

Svo til að sporna við matarsóun er hægt að gera dýrindis hummus úr kjúklingabaununum.

Safinn af einni kjúklingabaunadós

125 g sykur

Byrjið á að þeyta kjúklingabaunasafann í 15 mínútur eða þar til safinn fer að líkjast stífþeyttum eggjahvítum.

Bætið þá sykri saman við í smáum skömmtum og þeytið áfram þar til marengsblandan fær gljáandi áferð og er vel stíf.

Hitið ofninn í 120°c. Setjið marengsblönduna á bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 1,5-2 klst.

Fyrir Marengstoppa er sömu uppskrift fylgt nema topparnir eru bakaðir í 45 mín, síðan er slökkt á ofninum og topparnir látnir bíða í ofninum þar til hann kólnar. Alls ekki opna ofninn á meðan hann kólnar.

Sumir setja 1/2 tsk af cream of tartar saman við blönduna til að fá enn betri áferð.

Athugasemdir

  • 1/13/2021 2:35:10 PM

    Emilia Birna

    Þú ert snillingur! ??