Einfalt focaccia brauð

Einfalt focaccia brauð

3 tsk þurrger

500 ml vatn

2 tsk salt

600 g hveiti

1 msk olía til að pensla deigið

Leysa gerið upp í vatninu og hræra salti og hveiti saman við. Þetta á að vera blautt deig og er ekki hnoðað.

Deigið er geymt í kæli í a.m.k. 8 klst og síðan er því hellt á bökunarpappír.

Deigið er penslað með olíu og kryddað til með grófu salti og kryddum. (Ekki er verra að pensla brauðið með olíu af fetaosti í kryddlegi og leyfa nokkrum bitum af ostinum að fljóta með).

Bakast við 180°c í 30-40 mínútur eða þar til brauðið hefur tekið fallegan gullinbrúnan lit.