Fiskiborgari í air fryer
2 flök tilapia eða þorskur, roðflettur
1/2 dl panko brauðraspur
1/4 tsk hvítlaukssalt
1/4 tsk laukduft
1/2 tsk paprika
klípa chiliduft
örlítill svartur pipar, malaður
1 msk hveiti
1 egg
2 kartöflu hamborgarabrauð
jöklasalat (iceberg)
súrar gúrkusneiðar
Tartar sósa:
4 msk majones
1 tsk dijon sinnep
4 sneiðar súrar gúrkur, fínt saxaðar
1 tsk kapers, fínt saxað
svartur pipar
Byrjið á að slá eggið sundur í djúpum disk.
I öðrum djúpum disk á að setja brauðmylsnu og krydda til.
Forhitið air fryer í 200°c.
Skerið hvort fiskiflak í tvennt svo úr verði stykki sem passar vel á hamborgarabrauð.
Stráið matskeið af hveiti yfir fiskinn.
Dýfið fiskinum upp úr egginu og veltið síðan upp úr brauðmylsnunni til að hjúpa fiskinn.
Úðið örlitlu af olíuspreyi á fiskinn og steikið í air fryer í 10-12 mínútur.
Á meðan er hægt að útbúa tartarsósuna.
Berið fram á kartöflubrauði með rifnu jöklasalati, súrum gúrkum og tartarsósu.