Franskar pylsur

Franskar pylsur

1 1/2 dl volgt vatn

1 1/2 tsk þurrger

1/4 tsk sykur

1/8 tsk salt

1 msk olía

3 1/2 dl hveiti (220 g)

3-4 pylsur

Mjólk til að pensla með og sesamfræ

Hitið ofninn í 100°c og stillið á blástur.

Látið ger, sykur og vatn saman í skál og leyfið gerinu að standa í 5-10 mín.

Bætið þurrefnunum og olíunni samana við og hnoðið deigið á hveitistráðu borði. Skiptið deiginu í 3-4 hluta. Fletjið hvern hluta út með kökukefli og pakkið vínarpylsu inn í deigið.

Setjið deigið á bökunarplötu, á bökunarpappír og penslið með mjólk. Stráið sesamfræjum yfir.

Látið deigið lyfta sér í 100°c heitum ofni í 5-10 og hækkið síðan hitann upp í 200°c. Látið bakast í 10-15 mínútur eða þar til brauðin hafa tekið gylltan lit.