Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa
(1)

6 meðalstórir laukar fínt sneiddir

2 msk ólífuolía

1 msk hveiti

2 msk sherry

1,5 l nautasoð

salt og svartur pipar

Steikja laukinn í olíunni við meðal háan hita, hræra reglulega í til að laukurinn brenni ekki. Þetta tekur um 30-40 mínútur.

Þegar laukurin er orðinn gullinbrúnn á að bæta hveitinu út í og hræra vel. Hella sherry út á og hræra soðinu út í pottinn í smá skömmtum. Leyfa súpunni að sjóða í 20 mínútur, smakka til með salti og pipar.

Bera fram með brauði með osti sem hefur verið brúnað undir grillinu í ofninum.