Fylltar sætar kartöflur
4 sætar kartöflur (600 g)
1 stór laukur
2 hvítlauksrif, marin
1 rauð romano paprika
2 græn fresk jalapeño
2 tsk cumin
1/2 tsk kanill
2 tsk oregano
1 msk tómatpúrra
1 dós hakkaðir tómatar
250 ml grænmetissoð
1 dós nýrnabaunir
Stinga kartöflurnar með gaffli og baka í 200°c í 45 mínútur. Steikja papriku, lauk, hvítlauk og helminginn af jalapeño ásamt kryddum í smá olíu á pönnu þar til grænmetið er mjúkt. Bæta við tómatpúrru og grænmetissoði og láta sjóða við vægan hita í 25 mín. Bæta við baunum og hita í 5 mínútur.
Skera kartöflurnar í tvennt, toppa kartöflurnar með baunablöndunni og setja smávegis lárperu (og jafnvel sýrðan rjóma) og restina af jalapeno yfir. Bera fram með salati.