Heitur réttur með skinku

Heitur réttur með skinku

1 samlokubrauð

1 dós grænn aspas, geymið safann

1 bréf skinukurl

1 rauð paprika, skorinn smátt

100 g majones

100 g rifinn ostur

2 egg

Skorpan er skorin af brauðinu og brauðið tætt niður í skál.

Sigtið aspasinn en geymið safann.

Setjið skinkukurl, 1/2 dl af soðnu úr aspasdósinni og aspasinn út í skálina ásamt papriku, majonesi og eggjunum.

Hrærið vel saman með sleif og bætið síðan 100 grömmum af rifna ostinum út í blönduna.

Setjið blönduna í ofnfat og stráið afgangnum af ostinum (50 g) yfir réttinn. Það er ekki verra að strá svolitlu season all kryddi yfir toppinn.

Bakið við 200°c í 30 mínútur eða þar til osturinn er rétt farinn að taka lit.