Grænmetis lasagna

Grænmetis lasagna

1 msk olía

1 lítill laukur, smátt skorinn

1 rif sellerí, smátt skorið

2 lauf hvítlaukur, rifinn

50 g sveppir skornir í sneiðar

1/2 rauð paprika, smátt skorin

1 dós linsubaunir, skolaðar

1 ferna passata

1 msk tómatpúrra

2 gulrætur, rifnar

1 grænmetisteningur

1 tsk oregano

1 tsk pizzakrydd

1/4 tsk laukduft

1/4 tsk hvítlauksduft

salt og pipar

1 lítil dós kotasæla, maukuð

örlítið múskat

6-9 lasagnaplötur

100 g rifinn mozzarella ostur

Tómatar, skorinn í sneiðar

Basil, skorið í strimla

Byrjið á að mýkja lauk, sellerí og bætið síðan hvítlauk og papriku og steikið í 1-2 mínútur í viðbót.

Setjið nú passata, linsur, tómatpúrru, sveppi, gulrætur, krydd og grænmetistening út á pönnuna. Látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.

Setjið þriðjung linsublöndunnar í botn á lasagna formi, lasagna plötur yfir og setjð annan þriðjung linsubaunablöndunnar lasagnaplötur afrtur yfir. Endið á að setja síðasta þriðjung linsublöndunnar og endið á lagi af maukaðri kotasælinni sem dreift er yfir ásamt ötlitlu rifnu múskati.

Dreifið osti og tómatsneiðum yfir og bakið við 200°c í 30 mínútur eða þar til osturinn er passlega bráðinn og farinn að brúnast.

Stráið fersku basil yfir tilbúinn réttinn og berið fram með góðu hvítlauksbrauði.