Gulrótarköku kleinuhringir
170 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 tsk kanill
1/8 tsk múskat
1/8 tsk negull
50 g púðursykur
1 egg
2/3 bollar fínt rifnar gulrætur
1 msk olía
3 msk eplamauk
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli möndlumjólk
Kremið:
2 msk flórsykur
2 msk rjómaostur
smávegis mjólk eða möndlumjólk
Kremið á að vera eins og þykkur glassúr
Rífa gulrætur mjög fínt. Blanda saman þurrefnum og bæta síðan blautu við. Smyrja kleinuhringjaform og fylla hvert hólf upp að 2/3. Baka við 175°c í 15-20 mín.
Leyfið kleinuhringjunum að kólna alveg áður en kremið er sett á þá.