Gulrótarsúpa Ebbu Guðnýjar
1 laukur
1 hvítlauksrif
2 epli með hýðinu
500 g gulrætur
1 tsk karrí
1/3 tsk kanill
1 tsk engifer
1 1/2 teningur grænmetiskraftur
1/2 tsk salt
500 ml vatn
200 ml kókosmjólk
Skera laukinn og hvítlaukinn gróft og mýkja í smá vatni í pottinum. Skera kjarnann úr eplunum og setja eplabitana í pottinn (með hýðinu) og bæta við kryddum og vökva. Láta allt sjóða saman í 30-40 mín og mauka síðan súpuna. Síðan er hægt að sjá þetta allt saman hér : http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/21/thridjudagsgraenmetissupa/
Athugasemdir
-
6/14/2015 2:33:42 PM
Ingibjörg
ljúffeng!