Gyros með kjúkling
1 bakki kjúklingalæri (8 stk)
1 msk ólífuolía
1 tsk oregano
1 lauf hvítlaukur, rifinn
2 msk sítrónusafi
1/2 tsk paprika
klípa chili
salt og pipar
Brauðin:
350 ml vatn
1 tsk sykur
1 msk þurrger
1/2 tsk salt
450- 500 g hveiti
Tzatziki sósa:
250 g jógúrt (enn betra ef hún er síuð í gegnum kaffipoka yfir nótt)
Nokkur blöð fersk mynta, fínt söxuð
1/3 stk gúrka, rifin, vökvinn kreistur úr
1 lauf hvítlaukur, rifinn
salt og pipar eftir smekk
Byrjið á að útbúa sósuna og geymið í kæli. Sósuna má útbúa daginn áður til að spara tíma.
Útbúið deigið fyrir brauðin með því að leysa gerið upp í vatni ásamt sykri. Leyfið blöndunni að standa og freyða áður en hveitinu er bætt út í. Hnoðið vel saman og leyfið deiginu að hefast í klukkustund.
Þegar deigið hefur tvöfaldast að stærð má skipta því í 6 kúlur og leyfa því að hefast aftur undir hreinu viskustykki í u.þ.b. 30 mínútur. Fletið hverja kúlu út í kringlótta köku á stærð við undirskál og bakið við miðlungshita á pönnu.
Skerið kjúklinginn í stóra bita. Setjið kryddin í olíuna og setjið yfir kjúklinginn. Leyfið kjötinu að liggja í kryddblöndunni í kæli í a.m.k. 1 klukkustund.
Gott er að þræða rauðlauk og papriku upp á spjótin ásamt kjúklingnum ef á að grilla hann á útigrillinu. Einnig má baka kjúklinginn og grænmetið saman í ofni við 200°c í 25-30 mínútur. Gætið þess að kjúklingurinn sé eldaður í gegn.
Berið fram með nýbökuðum brauðunum,tzaziki sósu og fersku grænmeti. Einnig er gott að baka kartöflur með kjúklingnum sem meðlæti.