Hægeldað brokkólí naut

Hægeldað brokkólí naut

Þessi réttur er einn af þessum sem þú hendir í slowcooker á innan við fimm mínútum að morgni og kemur svo heim í nánast tilbúinn mat nokkrum tímum seinna.

800 g nautakjöt skorið í strimla

250 ml nautasoð

1,5 dl saltminni sojasósa (t.d. græn kikkoman)

6 msk púðursykur

1 msk sesam olía

4 rifin stór hvítlaukslauf

Heill haus brokkolí

Þessu er öllu, nema brokkolí, skellt saman í slowcooker pottinn, hrært í látið eldast á low í 4-5 klst eða high í 2-3 klst.

Heill haus brokkolí skorinn í bita, sett í sjóðandi vatn í 2-3 mínútur og síðan er vatninu hellt af.

Brokkolí bitarnir eru settir út í sósuna með nautakjötinu. Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum.