Hægeldað nauta taco

Hægeldað nauta taco

Þessi er látinn sjóða við vægan hita í slow cooker til að ná fram enn meiri dýpt í bragði.

400-500g nautahakk

1 1/2 tsk cumin

1 tsk maldon salt

1 tsk paprika

1 tsk mexican chili (McCormick)

1/2 tsk oregano

1/2 laukur, smátt saxaður

1 lauf hvítlaukur

1/4 rauð paprika smátt skorin

3/4 bolli passata

Brúna hakkið á pönnu, bæta við lauk, hvítlauk og papriku og steikja í nokkrar mínútur. Setja krydd saman við og láta yfir í slow cooker ásamt passata. Stillið á low í 6-8 klst eða high í 2-3 klst.