Hálfmánar með sultufyllingu

Hálfmánar með sultufyllingu
(2)

100 g sykur (1 dl)

85 g mjúkt smjör

1 egg

280 g hveiti (3,5 dl)

1/4 tsk hjartarsalt

1/4 tsk sítrónudropar

1/4 tsk vanilludropar

Jarðaberjasulta fyrir fyllingu

Vinnið saman smjör og sykur og bætið síðan egginu út í og þeytið aðeins áfram. Bætið við bragðdropum og hjartarsalti ásamt hveiti.

Hnoðið deigið og leyfið því að bíða í kæli í klst áður en það er flatt út og skorið út hringlaga kökur með glasi eða kökuskera.

Jarðaberjasulta eða önnur sulta sett á miðju hverrar köku og hver kaka brotin saman í hálfmána.

Þrýstið endunum saman með gaffli.

Bakað við 180°c í 10-12 mín eða þar til kökurnar eru farnar að taka smá lit.