Heilhveitbollur með sólblómafræjum
250 g hveiti
250 g heilhveiti
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 bréf þurrger (3 tsk)
1 tsk kardimommudropar
1 dl sólblómafræ
1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl vatn
100 g brætt smjör
Blanda saman þurrefnunum og fræjum í eina skál og velgja smjör og blanda við blautt í annarri skál. Hnoða og láta hefast í 1 klst. Búa til litlar kúlur og láta hefast í 10 mínútur. Baka við 190°c í 15-20 mín.