Heill kjúklingur í air fryer

Heill kjúklingur í air fryer
(3)

1 heill kjúklingur, lítill

Kjúklingakrydd:

1 tsk paprika

1/2 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk laukduft

1/2 tsk timjan

1/4 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

klípa cayenne pipar

Kryddið kjúklinginn vel og leggið kjúklinginn í air fryer körfuna með bringurnar niður. Steikið kjúklinginn við 180°c í 30 mínútur og snúið þá kjúklingum við. Bakið kjúklinginn í 20-30 mínútur til viðbótar með bringuna upp. Kjúklingurinn er fulleldaður þegar kjarnhitastigið nær 70°c. Leyfið kjúklingnum að standa í nokkrar mínútur áður en hann er borinn fram.