Heit snittubrauð

Heit snittubrauð

1 dós skinkumyrja (300 g)

1 dós aspas

1/2 rauð paprika skorin afar smátt

1/2 dl safi úr aspasdósinni

1 pakki skinka

2 snittubrauð

Aspassafinn og skinkumyrjunni er blandað saman. Aspas, papriku og skinku er hrært saman við ostablönduna.

Blöndunni er smurt á sneiðar af snittubrauði. Raðið smurðum sneiðunum á ofnplötu.

Bakað við 200°c í um það bil 10 mínútur.