Hjónabandssæla
240 g smjörlíki
200 g sykur
280 g hveiti
150 g haframjöl
1 tsk matarsódi
1 egg
200 g Rabarbarasulta
Hveiti, sykur og matarsóda er blandað saman.
Smjörlíkið er mulið samanvið og deigið er hnoðað saman. Deiginu er skipt í þrennt. 2 hlutar eru notaðir í botn og hliðar á kökuforminu með því að fletja deigið út og leggja í formið.
Rabarbarasulta er sett á deigð í forminu.
Þriðji hlutinn er flattur út, skorinn í 1 1/2 -2 cm breiðar lengjur, lagt þvert og krossað yfir sultuna og síðast meðfram hringnum og þjappað vel að. Bakað við 180°c í 45 mín.
*Þetta deig er frekar mjúkt og vandmeðfarið þegar verið er að flétta toppinn.
Þeir sem hafa takmarkaða þolinmæði geta tekið síðasta deighlutann og mulið hann yfir sultuna- það bragðast alveg jafn vel og gæti mögulega bjargað geðheilsunni ef deigið er til vandræða.