Hnetusteik með linsubaunum
100 g þurrar rauðar linsubaunir
120 g hnetublanda (heslihnetur, valhnetur og kasjúhnetur)
1 stór gulrót
2 stilkar sellerí
1 laukur saxaður
200 g sveppir
1 tsk olía
1 tsk milt karrí
pipar eftir smekk
2 egg
1 tsk Maldon salt
2-3 msk fersk steinselja
100 g mozzarella ostur, rifinn
Látið linsubaunirnar í sjóðandi vatn og leyfið þeim að liggja í bleyti í 30 mínútur eða þar til þær hafa náð að mýkjast. Sigtið vökvann frá baununum.
Malið hneturnar og setjið saman við mjúkar linsubaunirnar.
Saxið grænmetið smátt og steikið það í nokkrar mínútur upp úr olíu. Þegar grænmetið er mjúkt má krydda það með salti, pipar og karríi. Steikið áfram í 1 mín. Leyfið grænmetinu að kólna áður en því er blandað saman við hin hráefnin.
Setjið mozzarella ostinn og eggin út í blönduna og hrærið vel saman. Setjið í jólakökuform sem klætt hefur verið með bökunarpappír til að ná hnetusteikinni upp úr forminu í heilu lagi að bakstri loknum.
Bakið í 60-80 mín við 190°c og leyfið síðan að standa í nokkrar mínútur í forminu eftir bakstur.
Berið fram með góðri kókos- sveppasósu og kartöflum.