Hrökkbrauð

Hrökkbrauð

100 g Hveiti td gróft og hvítt saman

2 dl fræ (sólblómafræ, graskersfræ og sesamfræ) (110 g)

1/2 tsk Salt

tæpur dl heitt vatn

2 msk olía

Blanda fyrst þurrefnunum saman í skál. Allt hnoðað saman og flatt útá bökunarpappir, gott að nota aðra örk af bökunarpappír ofaná deigið og fletja það út þannig með kökukefli þar sem deigið getur verið ansi klístrað. Skera rákir í deigið svo hægt sé að brjóta það í smærri einingar eftir bakstur.

Bakað við 200 °c í 15 mínútur eða þar til það hefur tekið smá lit.