Hvítlaukshleifur

Hvítlaukshleifur

1 tsk þurrger

1 msk sykur

85 ml mjólk

1/2 tsk salt

1 egg

200 g hveiti

20 g smjör

Fylling:

40 g smjör

5 hvítlaukslauf, pressuð

1/4 tsk salt

örlítið af þurrkaðri steinselju

Byrjið á að leysa gerið og sykur upp í volgri mjólk. Leyfið gerinu að standa í nokkrar mínútur. Blandið síðan salti, eggi og hveiti saman við og hnoðið vel. Leyfið deiginu að standa í 20-30 mínútur og hnoðið síðan smjörinu við deigið.

Látið deigið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast að stærð (um 60 mín). Fletjið deigið út í ferning á stærð við stórt skurðarbretti/hálfa ofnskúffu.

Útbúið fyllinguna með því að bræða smjör í potti og pressa hvítlaukinn út í. Steikið hvítlaukinn aðeins og takið síðan af hitanum. Bætið við salti og steinselju.

Dreifið hvítlaukssmjörinu yfir deigið og skerið síðan í 18 ferninga.

Leggið ferningana saman (eins og brauðsneiðar í skornu brauði) í formið og látið deigið hefast aftur í 30 mínútur á volgum stað.

Penslið með eggjablöndu (egg og vatn slegið saman) eða mjólk og bakið brauðið við 175°c í 20-25 mínútur.

Fylgist vel með brauðinu og breiði álpappír yfir ef það ferð að dökkna of mikið.