Jógúrtbrauð

Jógúrtbrauð
(1)

250 g hveiti

1 msk púðurskykur

1 tsk salt

1 msk lyftiduft

2 dl jógúrt

1/2 msk olía

egg til penslunar

birki eða sesamfræ

Öllu hnoðað saman á hveitistráðu borði. Mótuð kúla úr deiginu, sett á plötu á bökunarpappír. Passið að fletja kúluna aðeins út með lófunum svo að deigið bakist jafnt.

Nokkrar raufir skornar í deigið. Penslað með eggi eða mjólk og að lokum er fræjum stráð yfir. Bakað við 220°c í 20-25 mín.