Jólamöndlur
600 g möndlur
1 eggjahvíta
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
3 msk kanill (já... þrjár matskeiðar)
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
Þú þarft 2 skálar í þennan verknað.
Fyrst er eggjahvítan og vanilludropar þeytt saman þar til verður létt og ljóst og möndlurnar settar útí og blandað varlega saman svo eggin hjúpi möndlurnar alveg.
Í seinni skálinni sem þarf að vera nokkuð stór er sykri, púðursykri, salti og kanil blandað saman.
Eggjahjúpuðum möndlum er bætt út í sykur blönduna og hrært til að tryggja að möndlurar séu hjúpaðar sykri.
Að lokum er slowcooker spreyaður eða smurður að innan með smjöri og blöndunni hellt út í. Eldað á low í 3-4 klst. Gott að hræra í á hálftíma fresti. Eftir 3 klst má bæta við 2 msk af vatni og hræra duglega.
Þegar möndlurnar eru tilbúnar þarf að leyfa þeim að kólna.
Best er að dreifa úr þeim á bökunarpappír svo að þær festist ekki saman og geyma svo í boxi. Geymslutími er eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur af þar sem þetta mun klárast á skotstundu.