Kalkúnafyllingin hennar mömmu
300 g svínahakk
100 g sveppir, skornir smátt
100 g bacon, skorið smátt
2 egg
1/2 ristað franskbrauð (400 g)
salt og pipar
1 tsk rósmarín
4 tsk salvía
1 tsk timjan
1 lítill laukur
250 ml matreiðslurjómi
Steikja saman á pönnu hakk, sveppi, lauk og krydd.
Steikja bacon og skera smátt.
Slá saman egg og rjóma.
Rista brauðið og skera í litla bita og blanda síðan við eggjablönduna.
Blanda öllu vel saman (mér finnst best að fara í einnota hanska og blanda þessu saman með höndunum). Baka í formi í 2 klst eða inni í kalkúnanum í 2 klst (ofnhiti um 170°c).
Þegar fyllingin er bökuð í formi er best að fylgjast með henni og taka hana út úr ofninum þegar toppurinn er orðinn fallega gylltur, breiða álpappír yfir og bakað áfram þannig.