Kanilsnúningar

Kanilsnúningar

Einföld uppskrift og heimilið ilmar af yndælum bökuðum kanilsykri. Frábærir bornir fram volgir með stóru glasi af mjólk.

1 pakki smjördeig

50 g brætt smjör

2 tsk kanill

4 msk sykur

2 msk púðursykur

50 g flórsykur og vatn fyrir glassúr

Fletjið deigið út með kökukefli í 25 x 30 cm ferning.

Penslið deigið með þunnu lagi af bræddu smjöri.

Blandið saman sykri og kanil. Stráið kanilsykri yfir.

Brjótið saman deigið svo það verði tvöfalt. Skerið deigið í 1,5 cm renninga. Snúið upp á renningana og leggið á bökunarpappír í air fryer.

Bakið við 160°c í 8-12 mínútur eða þar til smjördeigið hefur tekið gylltan lit.

Blandið þykkan glassúr úr flórsykri og örliltu vatni. Gott er að setja vatnið út í flórsykurinn í smáum skömmtum til að ná fram hæfilegri þykkt.

Dreifið glassúr yfir stangirnar og berið fram volgar.

Athugasemdir

  • 12/22/2022 11:43:47 PM

    Alexander Ragnar Ingvarsson

    Erla er Queen of Air fryer