Karamellur

Karamellur

Einföld karamella:

3 dl sykur

3 dl síróp

3 dl rjómi

Setja í pott sjóða í 25-30 mín. Hræra reglulega í karamellunni.

Prófa með því að dýfa skeið í karamellu og síðan í glas með köldu vatni. Ef hægt er að rúlla karamellunni í kúlu eftir að hún er búin að kólna er hún tilbúin. Hella karamellunni í bökunarpappírsklætt form og láta kólna. Einnig getur verið hjálplegt að spreyja smá olíu á pappírinn til að auðveldara verði að losa karamelluna.